26 punda urriði úr Þingvallavatni

Nils með stórurriðan við Þingvallavatn í gærkvöldi.
Nils með stórurriðan við Þingvallavatn í gærkvöldi. votnogveidi.is

Sagt er frá því inn á veiðivefnum Vötn og veiði að danski veiðimaðurinn Nils Folmer Jörgensen hafi í gærkvöldi landað þar risaurriða.

Nils býr á Íslandi og veiðir mikið hér á landi og stundar mikið veiði á svokölluðu Ion-svæði á Þingvöllum og hefur landað þar mörgum stórum urriðum síðustu sumar. Í gærkvöldi skrapp hann í lokaveiðitúrinn í vatninu þetta sumarið áður en byrjar að einbeita sér að laxveiðinni. Fram kemur að hann hafi landað 12 urriðum og þar af einum 98 cm höfðingja sem var veginn í háfnum 12,6 kíló.

Fram kom að enn væri mikið að veiðast af urriða og nú væri þurrflugutíminn í algleymi.  Stóri urriðinn tók hins vegar svokallaða Olive Ghost straumflugu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert