Þverá/Kjarrá yfir 1.000 laxa

Glímt við lax í veiðistaðnum Robington í Kjarrá fyrir nokkrum …
Glímt við lax í veiðistaðnum Robington í Kjarrá fyrir nokkrum dögum. Hallgrímur H. Gunnarsson

Vikuleg samantekt Landssambands veiðifélaga á veiði í 25 laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Ekki hafa borist vikulegar veiðitölur úr öllum ánum, en Þverá/Kjarrá er fyrsta áin til að sigla yfir 1.000 laxa heildarveiði.

Í gærkvöldi hafði 1.001 laxi verið landað úr Þverá/Kjarrá, en þar hefur veiði verið góð síðustu daga og síðustu þriggja daga hollin verið að landa rúmlega 80 löxum, en ánni er skipt upp í tvö sjö stanga veiðisvæði.

Vikulistinn yfir 8 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Þverá/Kjarrá 1.001 lax - vikuveiði 345 laxar.
  2. Norðurá 764 laxar - vikuveiði 219 laxar.
  3. Miðfjarðará 749 laxar - vikuveiði  298 laxar
  4. Ytri-Rangá 570 laxar – vikuveiði 202 laxar
  5. Urriðafoss í Þjórsá 531 lax - vikuveiði 166 laxar.
  6. Blanda 514 laxar - vikuveiðin 143 laxar.
  7. Haffjarðará 420 laxar – vikuveiði 108 laxar.
  8. Grímsá 361 lax – vikuveiði 128 laxar.

Nánar má kynna sér þess samantekt hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert