Veiðiþjófar gómaðir í Kjarrá

Horft til suðurs að Efra Rauðabergi.
Horft til suðurs að Efra Rauðabergi. ÞGÞ

Sagt er frá því inni á vefsíðu Skessuhornsins að í gærkvöldi hafi veiðiþjófar verið gómaðir ofarlega í Kjarrá í Borgarfirði án þess að hafa veiðileyfi.

Tveir menn voru í gærkvöldi staðnir að verki þar sem þeir höfðu landað laxi úr veiðistaðnum Efra-Rauðabergi. Veiðistaður þessi er með þeim efstu sem veiðimenn í Kjarrá reyna fyrir sér á og úr alfaraleið og talsvert langur gangur þar frá sem jeppaslóðinn á Gilsbakkaeyrum endar.

Fram kemur að þessir menn höfðu hins vegar nálgast svæðið úr annarri átt, gengið frá Hólmavatni niður með Lambá sem rennur út í Kjarrá skammt ofan við Efra-Rauðaberg. Höfðu þeir fyrst reynt að veiða í fossinum þar sem Lambá fellur í ána en svo fært sig neðar og landað laxi úr Efra-Rauðabergi.

Munu mennirnir hafa veitt á maðk en í Kjarrá er eingöngu veitt á flugu og flestum löxum sleppt aftur. Veiðiverði við ána var gert viðvart og náði hann að standa veiðiþjófana að verki og mynda þá við iðju sína. Er haft eftir veiðiverði við ána að hann telji að veiðistaður sem þessi þurfi nokkra daga til að jafna sig eftir slíkar veiðiaðferðir sem mennirnir beittu.  

Mun hafa verið farið með mennina á lögreglustöðina i Borgarnesi þar sem tekin var af þeim framburðarskýrsla í þágu rannsóknar málsins. Veiðifélagið Starir mun leggja fram refsikröfu á hendur mönnunum á næstu dögum og íhuga jafnframt að leggja fram skaðabótakröfu. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert