Fréttir af silungsveiðisvæðum Veiðikortsins

Falleg veiði úr Hítarvatni sem greint er nánnar fá inn …
Falleg veiði úr Hítarvatni sem greint er nánnar fá inn á vefsíðu Veiðikortsins. Benedikt Þorgeirsson

Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið og hafa verið að berast fleiri fréttir frá veiðimönnum sem hafa farið víða um land með kortið í vasanum. 

Greint er frá írska veiðimaðurinn Michael Murphy sem farinn er að koma reglulega til Íslands þar sem hann sameinar áhugamál sín, fjallgöngu og fluguveiðar. 

Í fyrra fór Michael á Vestfirði með Veiðikortið og veiddi meðal annars í Syðridalsvatni en nú í sumar var ferðinni heitið á Snæfellsnes þar sem hann gekk og veiddi einnig í Hraunsfirði og Baulárvallavatni.

Michael lét hafa eftir sér að hann hefði upplifað þarna algjöra sæludaga. Veiddi hann vel af bleikju og urriða í Hraunsfirði og fékk átta urriða í Baulárvallavatni á tveimur klukkustundum. Í Hraunfirði tæmdi hann nánast boxið sitt af svörtum/grænum og appelsínugulum wooly buggers-straumflugum. Þar veiddi hann fjóra urriða, þrjá sjóbirtinga og sex bleikjur auk þess sem hann missti fjölmarga og sleit úr nokkrum og einum vel vænum.

Þá hafa Veiðikortinu borist fleiri fréttir frá veiðimönnum sem hafa farið víða um land, meðal annars frá einum sem þekkir Kleifarvatnið vel og hefur núna síðustu daga veitt þar 17 bleikjur allt að 50 cm. 

Greint er frá veiðimanni sem átti leið um Melrakkasléttu og stoppaði við Hraunhafnarvatn og veiddi við veginn í tvær klukkustundir. Fékk hann sjö urriða og lét hafa eftir sér að nóg virtist af silungi í vatninu. 

Sagt er frá manni sem fór í Skriðuvatn austur á Skriðdal og veiddi vel vænan urriða eins og vatnið er þekkt fyrir. Þar í næsta nágrenni eru líka Haugatjarnir þar sem var einnig mikið líf þó svo fiskarnir séu talsvert minni en í Skriðuvatni, en svæðið hentar sérstaklega vel fyrir fjölskylduveiði. 

Einnig er greint frá því að Úlfljótsvatnið sé dottið í gang og hafi veiðimaður sem þar var á ferðinni fengið nokkrar feikifallegar bleikjur síðustu daga. Þá er að auki greint frá fréttum af góðri veiði í Hítarvatni og Hraunsfirðinum.

 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert