Veiðiþjófar gripnir í Leirársveit

Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit.
Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. laxaileir.is

Fram kemur í tilkynningu frá leigutökum Laxár í Leirársveit að í hádeginu í gær voru tveir menn gripnir af veiðivörðum við ólöglegar veiðar í ánni. 

Höfðu þeir gengið upp með ánni frá þjóðveginum við ósa árinnar upp í Laxfoss þar sem sást til þeirra. Fram kemur að þeir hafi tekið til fótanna er þeir urðu veiðivarðanna varir en voru hlaupnir uppi.

Lögregla var kölluð til sem haldlagði tvær veiðistangir sem þeir höfðu falið inn á sér og í bakpoka og önnur veiðarfæri. Ekki var um neinn afla að ræða enda mennirnir gómaðir nánast um leið og þeir hófu veiðar.  Lögreglan tók skýrslu af mönnunum sem viðurkenndu brotið.

Leigutakar árinnar munu senda inn kæru vegna málsins og mun veiðivarsla verða aukin við ána eftir þessa uppákomu og hafa veiðiverðir meðal annars aðgang að dróna sem mun verða notaður við eftirlitið í sumar. 

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að aðrir veiðiþjófar voru staðnir að verki ofarlega í Kjarrá í Borgarfirði þar sem meðal annars var notast við dróna við veiðieftirlitið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert