Góði veiði í Veiðivötnum í síðustu viku

9,6 punda urriði úr Litlasjó fyrr í sumar.
9,6 punda urriði úr Litlasjó fyrr í sumar. Tómas Gunnarsson

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðifélagi Landmannaafréttar þá veiddist mjög vel í vötnum í síðustu viku.

Fram kemur að alls var 3051 fisk landað í liðinni viku  og er heildarveiðin þá komin í 12763 fiska sem er mjög gott í samanburði við fyrri sumur. Skiptist hún í 4682 urriða og 8081 bleikju og er meðalþyngdin 1,19 pund.

Flestir fiskar hafa veiðst í Snjóölduvatni, 5147 fiskar, en í Litlasjó hafa veiðst 2743 fiskar. Síðasta vika var besta vikan það sem af er sumri í Litlasjó og gaf 883 fiskar.

Hæsta meðalþyngdin er í Grænavatni þar sem veiðst hafa samtals 54 fiskar með meðalþunga upp á 4,28 pund. Þyngdist fiskurinn það sem af er sumri veiddist í Grænavatni og var veginn 11,5 pund.

Nánar með kynna sér þessar veiðitölur hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert