Þyrla LHG stendur veiðiþjófa að verki

Laxanet sem lögreglan á Norðurlandi vestra aðstoðaði eftirlitsmann frá Fiskistofu …
Laxanet sem lögreglan á Norðurlandi vestra aðstoðaði eftirlitsmann frá Fiskistofu í síðustu viku við að gera upptæk. Hafði eftirlitsmaðurinn orðið var við að búið var að leggja netin við þéttbýliskjarna í umdæmi lögreglunnar þar um slóðir. feykir.is

Fram kemur á vefsíðu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi síðastliðið laugardagskvöld farið í eftirlitsflug um norðan- og vestanvert landið í þeim tilgangi að hafa laxa- og silungaveiðieftirlit á þekktum stöðum.

Í lögum númer 61 frá árinu 2006 um lax- og silungsveiði er skýrt kveðið á um að ekki megi veiða lax í sjó og um göngusilung er sérstaklega tiltekið að hann skuli friðaður gegn allri veiði 84 klukkustundir í viku hverri og megi aldrei veiða í net frá klukkan 22:00 á föstudagskvöldi fram til klukkan 10:00 á þriðjudagsmorgni.

Fram kemur að TF-GNA fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfátta og um borð voru auk áhafnar tveir veiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu. Á fyrsta viðkomustaðnum norður í landi sáust úr þyrlunni mannaferðir í fjörunni og tvær línur út í sjó. Teknar voru afstöðumyndir þar sem sjá mátti fólk draga net. Þyrlunni var lent og fóru eftirlitsmennirnir og stýrimaður þyrlunnar til viðræðna við fólkið. Aflinn og veiðarfæri voru gerð upptæk. Fólkið á líklega yfir höfði sér kæru vegna ólöglegra veiða. 

Að þessu búnu hélt svo þyrlan áfram leið sinni. Voru fleiri staðir á Norðurlandi skoðaðir, svo og í Ísafjarðardjúpi, á Ströndum og við Breiðafjörð. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfeitt.

Í lokin kemur fram að Landhelgisgæslan og Fiskistofa, sem sinna eftirliti með lax- og silungsveiðum, hvetja fólk til að kynna sér vel þau lög og reglur sem gilda um þessar veiðar.

Nánar má kynna sér þessi lög hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert