Hnúðlax á land í Þistilfirði

Stefán með umræddan hnúðlax við veiðihúsið í Sandá.
Stefán með umræddan hnúðlax við veiðihúsið í Sandá. SHS

Fleiri fréttir hafa verið að berast af veiddum hnúðlöxum víða um land þetta sumarið og á þriðjudaginn veiddist einn til viðbótar í Sandá í Þistilfirði.

Það var Stefán Hrafn Stefánsson fasteignasali sem veiddi rúmlega fjögurra punda hnúðlax í veiðistaðnum Steinríki sem er neðarlega í Sandá í Þistilfirði. Kvaðst honum hafa brugðið mikið í brún þegar þessi ódráttur kom að landi.

Fram kom hjá Stefáni að veiðin að undanförnu hefði verið að braggast í Sandá. Veitt væri á þrjár stangir í fjögra daga hollum sem væru að taka á milli 20 til 30 laxa. Í gær voru samtals komnir 190 laxar á land það sem af er sumri. 

Stefán sagði að áberandi væri þó að miklu minna væri af laxi í ánni núna en oft áður sem virtist vera sama sagan heilt yfir í öðrum ám á norðausturlandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert