Laxveiðin róleg í Mýrarkvísl

Bandarísk hjón með lax úr Mýrarkvísl á dögunum.
Bandarísk hjón með lax úr Mýrarkvísl á dögunum. Matthías Þór Hákonarson

Að sögn Matthíasar Þórs Hákonarsonar sem annast veiðirétt á Mýrarkvísl í Þingeyjarsýslu þá hefur laxveiðin þar verið rólegri en síðustu sumur en þó kom gott skot í hana með veðrabrigðum síðustu daga.

Mýr­arkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðal­dal og sam­ein­ast þær í svo­kallað Mýr­ar­vatn skammt ofan við Laxa­mýri ekki langt frá Æðarfoss­um. Er Mýr­arkvísl, eins og Laxá þekkt fyr­ir háa meðalþyngd laxa og góða urriðaveiði.

Fram kom í samtali við Matthías að laxveiđin hefði fremur róleg það sem af væri sumri sem hefði lengi framan hefði einkennst af þurrki og hlýindum. Síðustu daga hefði hún þó glæđast talsvert með þegar vindátt breyttist og byrjaði að rigna.

Hann kvaðst ekki vera međ heildartölu á veiddum laxi á takteinum en sagði töluvert af laxi væri þegar kominn í ána. Þessa daganna væri hann í leiðsögn með veiðifólk frá Bandaríkjunum og hafi þeim tekist að setja í fimm laxa víða um ána. Búið var að byggja nýtt veiðihús og hefðu gestirnir orð á því að þar væri afskaplega notalegt að dvelja.

Matthías gat þess að lokum að urriðaveiðin hefði á hinn bóginn verið afskaplega góð í sumar og væri þegar komnir vel yfir þúsund urriðar á land og væri megnið af því tekið á þurrflugur.

Frá Mýrarkvísl.
Frá Mýrarkvísl. Matthías Þór Hákonarson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert