Fremur rólegt í Veiðivötnum

Kátir krakkar með veiði úr vötnunum fyrr í sumar.
Kátir krakkar með veiði úr vötnunum fyrr í sumar. Bryndís Magnúsdóttir

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veiðifé­lagi Land­manna­af­rétt­ar þá var áframhald á fremur rólegri veiði í Veiðivötnum í áttundu veiðivikunni sem þó er nálægt meðalveiði síðustu ára. Fór veiði vel af stað í vötnunum í upphafi en svo dró fremur úr henni eftir fjórðu vikuna.

Fram kemur að alls komu 1478 fiskar á land í liðinni viku. Heildarveiðin stendur núna í 18770 silungum sem skiptast í 11566 bleikjur og 7204 urriða. Flestir fiskar í sumar hafa veiðst í Snjóölduvatni, 6728 fiskar og þá hafa veist 3994 í Litlasjó. Í síðustu viku veiddist mest í Litlasjó í vikunni, 418 fiskar.

Eins og áður þá eru stærstu fiskarnir og mesta meðalþyngdin í Grænavatni sem eingöngu gefur urriða. Þar hafa veiðst 93 slíkir í sumar og er meðalþyngdin þar tæp 4,1 pund og sá stærsti 11,5 pund.

Veitt er til 23. ágúst næstkomandi þegar að hefðbundnir bændadagar taka við þann 25. ágúst og er veitt með því sniði til 17. september.

Nánar má kynna sér þessar veiðitölur hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert