Annar risi á land úr Hofsá

Friðrik hampar stórlaxinn við Hofsá.
Friðrik hampar stórlaxinn við Hofsá. Gísli Ásgeirsson

Í vikunni kom annar stórlax á land úr Hofsá i Vopnafirði en í upphafi mánaðarins veiddist 109 cm hængur úr Skógarhvammshyl.

Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Ásgeirssyni hjá veiðiklúbbnum Streng, sem heldur utan um leigu á ánni, þá veiddist annar 109 cm hængur úr svokölluðum Wilson Run á svæði 5 í ánni. Það var Friðrik Stefánsson fyrrverandi formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur sem fékk þann stóra sem var tekinn á smá flugu.

Annars er veiðin fremur róleg í Hofsá þessa daganna og gaf síðasta vika aðeins 55 laxa og eru rétt um 400 laxar komnir á land. Þeir sem til þekkja þykjast þó sjá einhver batamerki á ánni sem hefur verið í niðursveiflu síðustu árin.

Gísli Ásgeirsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert