Vikuleg samantekt á laxveiðinni

Glimít við lax í Núpafossi í Núpsá í Miðfirði í …
Glimít við lax í Núpafossi í Núpsá í Miðfirði í vikunni. Erik Koberling

Vikuleg samantekt Landssambands veiðifélaga á veiði í laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Eins og áður hefur Ytri-Rangá gefið langmestan afla en eitthvað hefur þó dregið þar úr veiði undanfarið.

Í Ytri-Rangá er heildarveiðin komin í 4.218 laxa og var veiðin í síðustu viku 472 laxar, en í vikunni þar áður veiddust 872 laxar. Talvert langt er í Miðfjarðará sem er komin í 2.668 laxa en þar veiddust 282 laxar í liðinni viku og er hún langefst af sjálfbæru laxveiðiánum.

Norðurá í Borgarfirði bættist í hóp veiðiáa sem komnar eru yfir heildarveiði síðasta sumars en þar veiddust þó aðeins 53 laxar í liðinni viku og þar virðist kominn haustbragur á veiðina til viðbótar við vatnsleysi sem margar veiðiár víða um land líða fyrir þessa dagana.  Haustrigningar gætu hleypt miklu lífi í veiðina víða áður en veiðitímabili lýkur í september.

Áður voru nokkrar veiðiár komnar með meiri veiði en allt síðasta sumar og má þar nefna Grímsá, Elliðaárnar, Laxá á Ásum, Norðlingafljót og Straumarnir við Hvítá í Borgarfirði.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Ytri-Rangá 4.218 laxar - vikuveiði 472 laxar.
  2. Miðfjarðará 2.668 laxar - vikuveiði 282 laxar.
  3. Þverá/Kjarrá 1.777 laxar - vikuveiði 177 laxar.
  4. Eystri Rangá 1.685 laxar – vikuveiði 284 laxar.
  5. Blanda 1.390 laxar - vikuveiði 59 laxar.
  6. Norðurá 1.355 laxar - vikuveiði 53 laxar.
  7. Langá á Mýrum 1.237 laxar - vikuveiðin 88 laxar.
  8. Haffjarðará 1.033 laxar – vikuveiði 53 laxar.
  9. Grímsá í Borgarfirði 918 laxar – vikuveiði 74 laxar
  10. Selá í Vopnafirði 813 laxar – vikuveiði 128 laxar

Nánar má kynna sér þennan lista hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert