Veiddu 5.200 eldisfiska í Tungulæk

Að veiðum í Tungulæk í Landbroti.
Að veiðum í Tungulæk í Landbroti. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Við erum búnir að vera að reyna að lágmarka áhrifin af þessu óhappi. Við erum búnir að vera með tvo menn þarna í nokkra daga sem eru búnir að fanga yfir 5.200 fiska og höfum lokið okkar aðgerðum að svo stöddu.“

Þetta segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um aðgerðir Fiskistofu í Tungulæk eftir slys í fiskieldisstöð Tungulax ehf. í Skaftárhreppi í síðustu viku.

Upphaflega var talið að um 200 eldisbleikjur hefðu sloppið úr fiskeldinu í Hæðarlæk, sem rennur í Tungulæk, sem er þekkt sjóbirtingsá en nú er ljóst að fjöldinn er mun meiri. „Þessi fiskur hefur augljóslega sloppið í Tungulækinn og þetta er augljóslega eldisfiskur,“ segir Eyþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert