Vikuleg samantekt á laxveiðinni

Valgarð Ragnarsson með 102 cm hrygnu sem hann veiddi í …
Valgarð Ragnarsson með 102 cm hrygnu sem hann veiddi í Neðri Dæli í Víðidalsá í vikunni á fluguna Night Hawk. anglingiq.com

Vikuleg samantekt Landssambands veiðifélaga á veiði í laxveiðiám á landinu birtist í dag og eins og áður er Ytri-Rangá langefst á listanum. Þar er veiði afar góð þessa daganna og gaf síðasta vika rúmlega þúsund laxa. Tók veiðin mikinn kipp eftir hádegið síðastliðinn sunnudag þegar heimilt var að byrja að veiða á maðk og spún til viðbótar við fluguna sem fram að því hafði eingöngu verið leyfilegt agn. 

Miðfjarðará er komin yfir 3000 laxa markið og Þverá/Kjarrá yfir 2000 laxa. Uppröðun á 10 efstu ánum hefur breyst lítillega frá því í síðustu viku og kemur Laxá á Ásum inn í fyrsta sinn í sumar og styttist í að hún sigli yfir 1000 laxa.

Líða fer að lokunum í nokkrum veiðiám og ekki ólíklegt að einhverjar lokatölur birtist í næstu viku í samantekt landssambandsins.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Ytri-Rangá 5.588 laxar - vikuveiði 1006 laxar.
  2. Miðfjarðará 3.293 laxar - vikuveiði 302 laxar.
  3. Þverá/Kjarrá 2.022 laxar - vikuveiði 132 laxar.
  4. Eystri Rangá 1908 laxar – vikuveiði 135 laxar.
  5. Norðurá 1.662 laxar - vikuveiði 220 laxar.
  6. Blanda 1.430 laxar – vikuveiði 13 laxar
  7. Langá á Mýrum 1.383 laxar - vikuveiðin 69 laxar.
  8. Haffjarðará 1.130 laxar – vikuveiði 45 laxar.
  9. Grímsá í Borgarfirði 1.053 laxar – vikuveiði 85 laxar
  10. Laxá á Ásum 942 laxar – vikuveiði 72 laxar

Nánar má kynna sér þennan lista hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert