Tveir risar á land úr Víðidalsá

Nils hampar hrygnunni stóru við Harðeyrarstreng í dag.
Nils hampar hrygnunni stóru við Harðeyrarstreng í dag. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson

Haustið er oft tími stórlaxanna enda hafa margar fréttir borist síðustu daga af hverjum stórlaxinum á fætur öðrum víða um land.  Danski stórlaxahrellirinn, Nils Folmer Jorgensen, landaði tveimur risalöxum úr Víðidalsá í dag þar sem nú eru veiddir síðustu dagar sumarsins.

Fram kemur hjá Nils í færslu á facebook í kvöld að hann hafi verið á neðsta svæðinu í Víðidalsá í morgun en þar eru meðal annars tveir þekktir stórlaxastaðir, Dalsárós og Harðeyrarstrengur.

Eftir að hafa misst stóran fisk í Dalsárósi og landað svo 86 cm hrygnu þá ákvað Nils að reyna aftur við hylinn. Þar setti hann í gríðarlegan lax sem rauk með offorsi úr hylnum og var landað á næsta veiðistað fyrir neðan og reyndist þar á ferðinni vera hængur sem mældist 106 cm langur og 56 cm að ummáli.  Var hér um að ræða stærsta lax úr ánni í sumar, en þar með er ekki öll sagan sögð.

Við svo búið færði Nils sig litlu ofar á svæðinu á stað sem heitir Harðeyrarstrengur. Rétt fyrir hádegishlé setti hann svo í annan risa fisk sem tók fluguna Radian og eftir mikill átök tókst, Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni, leigutaka árinnar, að koma háfnum undir laxinn.  Reyndist þá þarna vera 111 cm hrygna sem var 57 cm að ummáli. Fram kom hjá Nils að fiskurinn var svo þungur að erfitt var að halda á honum fyrir myndatökuna.

Þar með var þessi bústna hrygna orðinn stærsti lax vertíðarinnar í Víðidalsá og auk stærsti lax sem veiðst hefur á landinu í sumar, en Árni Pétur Hilmarsson veiddi jafn langan lax í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum en sá var einum sentímetranum minni að ummáli.

Jóhann Hafnfjörð Rafnsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert