Áframhaldandi góð veiði í Geirlandsá

Veiðimaður hampar 11 punda sjóbirtingi við Geirlandsá um síðustu mánaðamót.
Veiðimaður hampar 11 punda sjóbirtingi við Geirlandsá um síðustu mánaðamót. svfk.is

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Keflavíkur er áframhaldandi myljandi veiði í rigningunni austur í Geirlandsá á Síðu og hefur 74 birtingum verið landað þar síðustu þrjá daga. 

Hópur veiðimanna sem var við veiðar 18. til 20. september fékk 32 fiska á þremur vöktum en óveiðandi var eina vaktina vegna vatnavaxta. Það var Benedikt Guðmundsson sem fékk stærsta fiskinn sem reyndist vera 84 cm sjóbirtingshængur sem veiddist á Frigga í Ármótunum.  Fékk sá stóri að synda aftur út í ánna að viðureigninni lokinni.

Veiðimennirnir sem tóku við eru búnir að landa 42 sjóbirtingum eftir aðeins tvær vaktir og missa marga.  Fram kemur að langstærstur hlutinn sé 4 til 6 punda fiskur en sá stærsti fram að þessu sé einn 10 pundari.  u Ármótin svokölluð við Breiðbalakvísl er langsterkust of hafa gefið 20 fiska af þessum afla.

Hafa menn átt í erfiðleikum með að ferðast um ána vegna vatnavaxta en vatnið hafði aðeins fallið í morgun og komust menn klakklaust um svæðið. Mikið vatnsveður er reyndar í kortunum fyrir svæðið næstu daga og gætu aðstæður því fljótt breyst því Geirlandsá er dragá og getur vaxið skyndilega í miklum rigningum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert