Miklar slysasleppingar á eldislaxi í Skotlandi

Sjókvíaeldi á laxi í Loch Duich i Skotlandi.
Sjókvíaeldi á laxi í Loch Duich i Skotlandi. Intrafish.com

Samkvæmt könnun frá skosku hafrannsóknarstofnunni, Marine Scotland Science, þá sluppu rúmlega 300 þúsund eldislaxar úr skoskum eldiskvíum árið 2016.

Þetta byggir á niðurstöðu árlegrar könnunar sem send er til allra starfandi og viðurkenndra fiskeldisstöðva í Skotlandi, en greint er frá þessu í norska fréttamiðlinum Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum úr sjávarútvegi víða um heim.

Samkvæmt niðurstöðu þessarar könnunar þá var tilkynnt um fimm atvik af slysasleppingum frá sjóeldiskvíum í Skotlandi árið 2016.  Í þessum fimm tilvikum sluppu í heildina 311.496 eldislaxar út í hafið. Þrjú önnur tilkynnt atvik gætu líka hafa leitt til þess að eldislaxar hafi sloppið út.

Þetta er mun meira en tilkynnt var árið 2015, en þá var tilkynnt um fimm sambærileg atvik sem leiddu til þess að samtals sluppu út 16.005 eldislaxar. Árið 2014 var tilkynnt um tíu slík atvik og reyndist samanlagður fjöldi eldislaxa sem sluppu 184.613 og árið 2013 voru fjögur slík tilvik tilkynnt á samtals 9.709 fiskum.

Þess má geta meðalveiði á íslenskum villtum laxi er um 50.000 laxar á ári og miðað við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga að meðaltali 83.000 laxar í íslenskar veiðiár á hverju sumri. Hrygningarstofninn er þá um 33-50.000 fiskar.

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna hér á landi hafa gefið út að lögð verði áhersla að fyrirbyggja slysasleppingar með öllum tiltækum ráðum og segja að auknar kröfur um búnað og verklag hafa dregið stórleg úr slysasleppingum í Noregi.  Þá hafi fiskeldi og rannsóknum fleygt mikið fram síðustu ár og tilraunir með bæði geldfisk og lokaðar kvíar séu komnar í gang. Þetta sé þó sem stendur á tilraunastigi og öruggasta leiðin er byggð upp á þeim stöðlum sem innleiddir hafi verið á Íslandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert