Ágætis endir í Reykjadalsá

Veiðikona hampar 90 cm laxi sem veiddist fyrstu daganna í …
Veiðikona hampar 90 cm laxi sem veiddist fyrstu daganna í september. svfk.is

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Keflavíkur þá urðu lokatölur í Reykjadalsá í Borgarfirði vel ásættanlegar og yfir meðalveiði síðustu ára.

Félagið hefur haft ána á leigu um áratugaskeið og lauk veiði þar þann 30. september og urðu lokatölur 242 laxar og 45 urriðar en veitt er á tvær stangir í ánni.

Reykjadalsá er þekkt síðsumarsá og eins oft oft áður var fremur róleg veiði lengi fram eftir sumri.  Í haustrigningum í byrjun september byrjaði hins vegar að veiðast afskaplega vel og gaf september mánuður um 140 laxa. Til að mynda fékk hollið 24. til 26. september 32 laxa og lokaholið 13 fiska.

Þetta er með betri veiðisumrum í Reykjadalsá þar sem meðalveiðin síðustu 10 ár hefur verið rétt um 200 laxar. Mesta veiði var árið 2013 þegar 335 laxar veiddust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert