Straumfjarðará í útboð

Ungir veiðimenn við Sjávarfoss í Straumfjarðará.
Ungir veiðimenn við Sjávarfoss í Straumfjarðará. straumfjardara.is

Sagt er frá því inn á veiðivefnum veiða.is að Veiðifélag Straumfjarðarár  hafi ákveðið að óska eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í ánni.

Í tilkynningu frá veiðifélaginu frá því í gær kemur fram að óskað sé eftir tilboðum fyrir árin 2018 til 2022, að báðum árum meðtöldum og hægt sé að fá nánari upplýsingar og nálgast útboðsgögn hjá Páli Ingólfssyni formanni stjórnar Veiðifélags Straumfjarðarár. Frestur til að skila tilboði rennur út á hádegi þann 25. október og skal þeim skilað á lögmannstofuna Logos, en síðar þann dag verða svo tilboðin opnuð.

Straumfjarðará er í Eyja og Miklaholtshreppi  á Snæfellsnesi og þar er leyft er að veiða á fjórar stangir. Í sumar veiddust 352 laxar, en meðalveiði frá 1974 eru 375 laxar. Metveiði var árið 2013 þegar 785 laxar komu á land. Laxgengur hluti árinnar er um 12 kílómetrar upp að fossinum Rjúkanda. Félagið Snasi ehf. hefur annast leigu á ánni síðustu árin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert