Lokatölur úr Stóru Laxá

Við Heljarþröm á svæði III í Stóru Laxá.
Við Heljarþröm á svæði III í Stóru Laxá. Sigurður Sigmundsson

Samkvæmt upplýsingum frá Esther Guðjónsdóttir, formanni veiðifélags Stóru Laxár í Hreppum, þá veiddust 590 laxar úr ánni í sumar. Skot kom í veiðina rétt undir lok veiðitímans og veiddust þá um 90 laxar síðustu þrjá daganna í september.

Eftir að Esther hafði sundurgreint tölurnar nánar þá kom í ljós að 529 löxum var sleppt aftur eða um 90%.  Þá voru 368 fiskar eða rúmlega 60 % aflans stórlaxar yfir 70 cm. Tveir stærstu laxarnir reyndust vera einn 100 cm og annar 104 cm sem veiddist á Sunray Shadow í Nálarhyl á svæði IV þann 3. júlí.

Svæði I og II gaf alls 326 laxa og 17 urriða. Þeir veiðistaðir sem gáfu mest á svæðinu voru Bergsnös (132), Laxárholt (52), Ytri-Hvammur (40) og í Kálfhagahyl (27).

Á svæði III veiddust í heildina 79 laxar og 21 urriði. Þar veiddist mest í Heljarþröm (32), Sveinsker (24) og Iða (21).

Svæði IV gaf í heildina 185 laxa og 8 urriðar. Þar veiddist mest í Heimahyljum (19), Myrkhyl (19), Bláhyl (16), Ármótum (16) og í Hundastapa (15).

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert