Laxveiðin aðeins yfir meðallagi

Maður rennir fyrir lax.
Maður rennir fyrir lax. mbl.is/Kristinn

Heildarlaxveiðin í sumar var 10% yfir langtímameðaltali en alls komu um 46.500 laxar á land. Meðaltal áranna 1974-2016 er 41.880 laxar. Þetta kemur fram í frétt Hafrannsóknastofnunar.

Laxveiðitímabilinu er að mestu lokið þótt enn megi veiða í hafbeitarám. Veiðin í sumar var 6.800 löxum minni en í fyrra, sem er um 13% fækkun á milli ára. Hafrannsóknastofnun segir að ef engum laxi hefði verið sleppt, og veiði úr sleppingum gönguseiða er dregin frá, hafi um 37 þúsund laxar komið á land. Útkoman sé nærri meðalveiði villtra laxa.

Veiði á Suðvesturlandi var meiri en í fyrra en veiði á Vesturlandi svipuð og 2016. Í öðrum landshlutum hafi veiðin dregist saman á milli ára. Veiðin í ár hafi verið best í mörgum ám seinni hluta veiðitímabilsins. Veiði á stórlaxi hafi þó verið með minna móti. Sama hafi gilt um smálaxa, nema á Vesturlandi.

Í fréttinni segir að breytileiki á milli ára sé meiri síðustu ár en áður séu dæmi um. Ástæðurnar megi rekja til breytinga á afföllum laxa í sjó. Fæðuskilyrði ráði þar miklu um.

Fram kemur að vatnshiti í ám hér á landi hafi lækkað frá 2003 til 2015. Við það hafi dregið úr vaxtarhraða seiða sem leiði til þess að gönguseiðaaldur hafi hækkað. Framleiðsla ánna dragist saman. „Það tekur því lengri tíma fyrir seiðin að ná göngustærð í ánum en áður.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert