Urriðadans á laugardag í Öxará

Jóhannes með 11 kílóa Þingvallaurriða.
Jóhannes með 11 kílóa Þingvallaurriða. laxfiskar.is

Á vefsíðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum kemur fram að hinn árlegi Urriðadans í Öxará verði næstkomandi laugardag en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti þjóðgarðsins um lífshætti Þingvallaurriðans.

Fram kemur í tilkynningu að kynning muni hefjast klukkan 14:00 og fer fram á bökkum Öxarár. Byrjar gönguferðin við bílastæðið þar sem Hótel Valhöll stóð eitt sinn og er merkt P5. Gengið er með ánni upp að Drekkingarhyl þar sem risaurriðinn og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.

Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert