Veiði lokið á svæðum Stangveiðifélag Akraness

Neðri Stapakvörn í Fáskrúð.
Neðri Stapakvörn í Fáskrúð. svfa

Stangveiðifélag Akraness hefur nokkur veiðisvæði á sínum snærum og þar er nú veiði lokið þetta sumarið.

Fram kemur að lítil fiskgengd var í sumar upp á efra vatnasvæði Laxár í Leirársveit fyrir ofan Eyrarfoss og hafði það áhrif á veiðina í árstubbunum á milli vatnanna þriggja í Svínadal sem félagið hefur á leigu. Í gegnum teljarann í laxastiganum í Eyrarfossi gengu í sumar 484 laxar, þegar búið er að draga frá laxa sem gengu aftur niður teljarann. Alls veiddust í sjálfri Laxá 624 laxar þetta sumarið sem er varla nema bærileg veiði, en þó mun betri en í fyrra þegar 441 komu á land.

Tvær ár renna á milli vatnana í Svínadal.  Sú neðri sem er milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns heitir Selós og þar veiddust 12 laxar í sumar og þar var einnig ágæt urriðaveiði. Efri áin heitir Þverá og er á milli Þórisstaðavatns og Geitabergsvatns og þar veiddust 9 laxar og eitthvað af urriða.

Þá lauk veiði í Fáskrúð í Dölum þann 30. september, en félagið leigir hana á móti Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Þar urðu lokutölur 209 laxar sem er sambærileg við veiðina sumarið 2016 þegar 220 laxar veiddust. Sumarið var þurrt í Dölunum og hafði það áhrif á veiðina og veiddist best í haustrigningunum í september og komu þá 99 laxar á land. Í júlí veiddust 54 og 54 í ágúst.

Einnig hefur félagið haft hlutdeild í leigu á Andakílsá í Borgarfirði, en þar var ekkert veitt í sumar vegna umhverfisslys í maí síðastiðinn þegar að aurflóð kom í ána.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert