Rjúpnaveiðin gengið mjög vel

Á rjúpnaveiðum um síðastliðna helgi.
Á rjúpnaveiðum um síðastliðna helgi. Sigurjón Ragnar

Að sögn Dúa Landmark, fyrrverandi formanns Skotveiðifélags Íslands, þá er það hans tilfinning að rjúpnaveiði þetta haustið hafi gengið vel og sé mun meiri en mörg undanfarin ár. Líklega væri veiðin sú besta frá því að veiðar voru leyfðar aftur árið 2006 eftir rjúpnaveiðibann á árunum 2003 til 2005.

Fram kom í spjalli við Dúa að flestum skotveiðimönnum sem hann þekkti hefði gengið vel og fengið nóg til matargerðar fyrir jólin. Hann sjálfur hefði farið fyrstu helgina og veitt nægjanlega fyrir sig og sína og þyrfti því í rauninni ekki að fara aftur.

Sagði Dúi að nokkur samhljómur væri í þessari góðu veiði og rjúpnatalningu sem fór fram í vor á vegum Náttúrufræðistofnunar sem hefði leitt í ljós að nokkuð meira væri af rjúpu í flestum landshlutum en síðastliðin ár.  

Það væru þó fyrst og fremst þrjú skilyrði uppi sem gerðu veiðina svo góða þetta árið sem raun ber vitni. Fyrir það fyrsta hefði haustið verið með afbrigðum gott og ungadauði því verið minni en oft áður. Þá hefði verið fremur snjólétt og þar af leiðandi auðveldara fyrir veiðimenn að koma auga á fuglinn. Í þriðja og síðasta lagi hefði veðrið til veiða þessar þrjár helgar sem búnar væru verið afskaplega gott og auðveldaði mönnum mikið veiðarnar.

Dúi sagðist ekki vita betur en að langstærstur hluti skotveiðimanna stundi veiðarnar í hófi þó svo alltaf heyrðust einhverjar tröllasögur af mikilli veiði hjá ónefndum mönnum sem stundum væri erfitt að henda reiður á hvort væru sannar eða ósannar. Einnig hefðu verið óvenju margar fréttir af því að einhverjir rjúpnaveiðimenn hefðu rekist á tófur við veiðarnar og hafa nokkur slík dýr verið felld samhlíða rjúpnaveiðinni og hljóta bændur að fagna því.

Sigurjón Ragnar ljósmyndar með fallega veiði frá því um helgina.
Sigurjón Ragnar ljósmyndar með fallega veiði frá því um helgina. Sigurjón Ragnar
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert