Skotvopn haldlögð hjá fimm veiðimönnum

Á rjúpnaveiðum.
Á rjúpnaveiðum. mbl.is/Golli

Fram kemur á sunnlenska fréttamiðlinum Sunnlenska að lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af 61 rjúpnaveiðimanni um síðustu helgi í eftirlitsferðum um Fjallabak nyrðra, uppsveitir Árnessýslu og í kringum þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Fram kemur að veiðimenn hafi almennt verið til fyrirmyndar og með sín leyfi í lagi. Mikil umferð veiðimanna var um þessi svæði enda veður mjög gott. 

Hins vegar voru skotvopn haldlögð hjá fimm veiðimönnum, tveimur þar sem skotvopnaleyfi þeirra voru úr gildi. Hjá öðrum tveimur voru skotvopn haldlögð þar sem kom í ljós við skoðun að fleiri skot voru í skotgeymi en mega vera við veiðar. Í báðum tilvikum voru byssurnar í bifreiðum veiðimanna og skotin í skotgeymi. Einn veiðimaður var svo staðinn að veiðum innan þjóðgarðsmarka Þingvalla. Voru byssa, skotfæri og afli haldlagt.

Lögreglan brýnir fyrir veiðimönnum mikilvægi þess að þeir gangi úr skugga um að skotvopnaleyfi þeirra séu í gildi og að þeir séu með útprentuð veiðikort eða veiðikortin vistuð í síma sínum þannig að auðvelt sé að kalla þau fram sé þess óskað.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert