Niðurstöður fiskrannsókna í Jökulsárlóni

Hnísur á sveimi í lóninu.
Hnísur á sveimi í lóninu. Jóhannes Sturlaugsson

Rannsóknarfyrirtækið Laxfiskar ehf. hefur birt niðurstöður á fyrstu fiskirannsóknum sem farið hafa fram í vatnakerfi Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi.  Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur annaðist þessar rannsóknir sem fór fram frá byrjun sumars 2014 og fram eftir sumri 2015.

Lífríki þessa vatnakerfis er mjög fjölbreytilegt og einstakt þar sem mikil öfl margra umhverfisþátta sem mætast. Megin markmið rannsóknanna var að afla grunnupplýsinga um gönguhegðun sjóbirtinga og sjóbleikju sem nýta sér Jökulsárlón, auk þess að afla grunnupplýsinga um aðrar fisktegundir sem finnast í vatnakerfi lónsins.

Af þeim ríflega 300 fiskum sem veiddust í net í Jökulsárlóninu, voru 66 silungar (urriði og bleikja), 235 flundrur og 2 loðnur. Af silungunum sem merktir voru, þá voru 11 þeirra merktir með rafeindafiskmerkjum, en hinir 34 með fengu slöngumerki með númerum. Gönguhegðun sjóbirtings og sjóbleikju voru kortlagðar með þessum hætti.

Megnið af silungunum í Jökulsárlóni virðast samkvæmt rannsókninni eiga uppruna sinn í stöðuvötnum og ám sem renna í austurbotn lónsins, svokölluðum Stemmuvötnum og Veðurá. Hins vegar virðast jafnframt vera sjóbirtingar þar á ferðinni sem ættaðir eru annars staðar frá og er komnir til að nýta sér fæðuframboð lónsins.

Var svo um einn 39 cm sjóbirtinginn sem veiddist í austurbotni lónsins í júní 2014 og fékk rafeindamerki og var svo sleppt aftur. Veiddist hann aftur í september 2017 á leið til hrygningar í Fjarðará við Papós sem er um 70 kílómetrum austur frá útfalli Jökulsárlóns og var þá orðinn 56 cm á lengdina. Annar sjóbirtingur sem veiddist í austurbotni lónsins í júní 2014 sem merktur var með hljóðsendi sem sýndi að hann var viðloðandi lónið fram í september. Veiddist hann svo aftur í Smyrlabjargará skammt sunnan við Höfn í Hornafirði vorið 2016.

Þá var fylgst með ferð eins sjóbirtingsins sem fór niður á rúmlega 100 metra dýpi í lónin þar til dýptarþolmörk merkisins sprakk, en Jökulsárlón er dýpsta stöðuvatn landsins og allt að 300 metrar á dýpt.

Æti fiskanna í Jökulsárlóni var einnig skoðað og kom í ljós að loðna er mikilvægasta æti sjóbirtingsins, en marflær voru hins vegar efstar á óskalista sjóbleikjunnar og flundrunnar. Þá fundust líka sandsíli og vorflugulifrur í æti þessara fiska.

Tvær til þrjár hnísur sáust ítrekað í austurbotni lónsins á meðan rannsókninni stóð og er það fyrstu staðfestu tilvik um dvöl hvala í sjávarlóni hér á landi.

Nánar má kynna sér niðurstöður þessarar rannsóknar hér.

Skúmur gerir sig líklegan að stela silung úr neti rannsóknarmanna.
Skúmur gerir sig líklegan að stela silung úr neti rannsóknarmanna. Jóhannes Sturlaugsson
Urriðaseiði í Stemmuvatnsá sem er ferskvatnsá sem rennur í lónið.
Urriðaseiði í Stemmuvatnsá sem er ferskvatnsá sem rennur í lónið. Jóhannes Sturlaugsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert