Stórauknar sleppingar í Eystri Rangá

Glímt við lax í Eystri Rangá.
Glímt við lax í Eystri Rangá. ranga.is

Inn á vefsíðu stangveiðifélagsins Lax-á er greint frá því að sleppingu sjógönguseiða í Eystri Rangá hafi verið stórauknar síðastliðið vor miðað við fyrri ár.  Í sumar gengu þessar sleppingar vel og voru þær þrefalt meiri en árin á undan.  

Menn vonast að með því komi veiði að aukast verulega frá því sem var í sumar þegar heildarveiðin var 2143 laxar sem var það nokkuð undir væntinugum. Telja menn að veiðin sumarið 2018 muni í það minnsta að enda með 6000 löxum á land verði öll ytri skilyrði með venjubundum hætti. Í ánni eru leyfðar 18 stangir og veitt á 9 svæðum.

Í nágranna ánni, Ytri Rangá, var settur kraftur í seiðasleppingar í kjölfarið á niðursveiflu þar árið 2014 þegar heildarveiðin var upp á rétt rúma 3000 laxa. Mun meira af seiðum fór út í kjölfarið og árið seinna veiddust þar rúmir 8800 laxar. Árið 2016 rúmir 9300 og síðastliðið sumar komu þar 7451 á land. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert