"Stærsti áfanginn í einkavæðingu að veruleika"

Davíð Oddsson forsætisráðherra segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með það samkomulag sem náðist við Samson ehf. vegna sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Salan hafi gengið saman með góðum hætti fyrir ríkissjóð og verðið sem fengist hafi fyrir bankann sé vel viðunandi.

"Þetta er sennilega stærsti áfanginn í einkavæðingaferlinu sem nú er að verða að veruleika. Áformin ganga út á að nýta fjármunina til að greiða erlendar skuldir okkar og búa þannig í haginn fyrir þjóðina til lengri tíma og minnka vaxtabyrðina sem við höfum gagnvart erlendum lánum. Það er mjög jákvætt að aðilar sem hafa verið að ná fjármunum erlendis skuli festa þá svo aftur í íslenskum veruleika," segir Davíð.

Í tilkynningu frá Samson segir, að félagið vilji þakka það mikla traust sem því sé sýnt með að fela í hendur þess svo stóran eignarhlut í einu elsta, merkasta og stærsta fyrirtæki landsins. „Eigendum félagsins er ljós sú mikla ábyrgð sem fylgir forystu í Landsbanki Íslands sem veitir tugþúsundum Íslendinga mikilvæga þjónustu og stendur að baki fjölda atvinnufyrirtækja allt í kringum landið."

Samson minnir á að viðskiptasamningur um sölu og kaup á hlut ríkisins hafi ekki enn verið undrritaður og gera verði þann fyrirvara að eftir sé að ljúka áreiðanleikakönnunum á báða bóga vegna viðskiptanna. Engu að síður sé samkomulagið sem liggi fyrir mikilvægur áfangi í ferli þessara viðskipta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK