Kaupa fimm nýjar Boeing 737-800 flugvélar til viðbótar

737-800 þota í flugtaki frá flugvelli Boeing í Seattle.
737-800 þota í flugtaki frá flugvelli Boeing í Seattle. mbl.is/Boeing

Stjórn FL GROUP samþykkti á fundi sínum í dag að undirrita samning við Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum um kaup á fimm Boeing 737-800 flugvélum til viðbótar við þær 10 sem samið var um í febrúar. Félagið fékk kauprétt á þessum fimm viðbótarflugvélum sem hluta af samningnum sem undirritaður var í febrúar og hefur nú ákveðið að nýta þennan rétt. Heildarverðmæti þessara flugvéla samkvæmt verðskrá er um 20 milljarðar króna.

Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að markmið félagsins sé að byggja upp flugvélaleigu og hafi félagið samið við Boeing á grundvelli mjög hagstæðs kaupverðs um 10 flugvélar í febrúar. Samningar um útleigu fyrstu fimm flugvélanna, sem koma til félagsins á árinu 2006, séu á lokastigi. Sé það í ljósi þess hve vel hafi gengið við útleigu flugvéla að FL Group hafi ákveðið að nýta sér kaupréttinn á 5 flugvélum til viðbótar en vélarnar koma til afhendingar á árinu 2007.

Haft er eftir Hannesi Smarasyni, stjórnarformanni FL Group, að markaðssetning Boeing 737-800 flugvéla hafi gengið mun hraðar en áætluð var og horfur á útleigu og sölu annarra flugvéla, sem félagið hafi fest kaup á, séu mjög góðar því eftirspurn hafi farið vaxand. Boeing hafi þegar selt alla framleiðslu sína á næsta ári og því sé samningur um vélarnar mjög verðmætur.

Í tilkynningunni segir, að félagið telji sig eiga kost á að innleysa verulega dulda eign í þessum flugvélum í gegnum fjármögnun þeirra og útleigu. Nú sé ljóst að þessi eign aukist verulega frá því sem áður var kynnt. Hagstætt kaupverð hafi fyrst og fremst ráðist af tímasetningu kaupanna og löngu og traustu sambandi félagsins við Boeing verksmiðjurnar.

Boeing 737-800 flugvél.
Boeing 737-800 flugvél.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK