Wal-Mart flýr Þýskaland

Wal-MART, stærsta verslunarkeðja heims, hefur nú gefið upp á bátinn tilraunir sínar til þess að ná fótfestu á þýskum smásölumarkaði. Starfsemin verður seld keppinautnum Metro og munu 85 verslanir því bætast við hjá Metro en talið er að ævintýrið hafi kostað Wal-Mart um milljarð dollara.

Sænska fréttaþjónustan TT greinir frá því að Wal-Mart hafi fyrst numið land í Þýskalandi árið 1997 en þýskir keppinautar, sérstaklega Metro og Aldi, hafi barist hatrammlega fyrir sínu og því hafi bandaríska keðjan ekki getað vaxið í samræmi við áætlanir. Á síðustu árum hefur Wal-Mart þurft að loka nokkrum verslunum.

Velta fyrirtækisins í Þýskalandi á síðasta ári var um tveir milljarðar evra, samsvarandi um 190 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK