Afurðaverð á sjávarfangi ekki hærra í tæp fimm ár

mbl.is

Verð á sjávarafurðum hækkaði um 2,6% í ágústmánuði mælt í erlendri mynt (SDR). Afurðaverðið hefur ekki áður mælst jafn hátt og nú og hefur það hækkað um 7,9% á síðustu þremur mánuðum og um 10,7% síðustu tólf mánuði. Í íslenskum krónum lækkaði afurðaverð í ágúst hins vegar um 2,4% frá mánuðinum á undan vegna hækkun gengis krónunnar. Afurðaverð í íslenskum krónum hefur hækkað um 24% síðastliðið ár og hefur ekki verið hærra frá því í lok árs 2001. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun.

Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að verð á mjöli er sögulega hátt og hækkaði enn í ágúst, eða um 7,3% í erlendri mynt. Mjölverðið var í ágúst rúmum 70% hærra en í ágúst í fyrra. Helstu ástæður fyrir háu mjölverði eru minni uppsjávarfiskkvóti í löndum S-Ameríku, mikil eftirspurn frá fiskeldi í Kína og stöðug eftirspurn frá laxeldisfyrirtækjum. Af öðrum afurðaflokkum hækkaði verð á sjófrystum botnfiskafurðum um 1,2% í ágúst mælt í erlendri mynt. Sjófrystar botnfiskafurðir eru tæpum 3% verðmeiri en í ágúst í fyrra. Landfrystar botnfiskafurðir hækkuðu einnig í verði, eða um 1,1% í ágúst og er verð þeirra 10,9% hærra en fyrir ári síðan.

„Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur vænkast verulega á þessu ári með lækkun gengis krónunnar og hækkun á afurðaverði. Olíuverð hefur einnig lækkað nokkuð undanfarnar vikur sem kemur sér vel fyrir útgerðarfyrirtækin. Þótt loðnuvertíðin í upphafi árs hafi verið mun styttri en síðustu ár stefnir í að aflaverðmæti frá íslenskum fiskiskipum verði hærra í ár m.v. fyrra ár. Gengisvísitalan var tæplega 123 stig í morgun en var að meðaltali 109 stig í fyrra, og er þar um töluverðan viðsnúning að ræða. Ljóst er að framlegð í rekstri hjá fyrirtækjum í greininni mun batna á yfirstandandi ári," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK