Bankarnir spá 7,4% verðbólgu

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir október í fyrramálið klukkan 9. Spár markaðsaðila eru samhljóða að þessu sinni, en allir spá 0,4% hækkun á vísitölunni. Gangi spárnar eftir nemur 12 mánaða hækkun 7,4%. Þetta er lítils háttar lækkun frá september þegar 12 mánaða hækkunin var 7,6%.

Helstu liðir sem leiða til hækkunar vísitölunnar nú eru matvara, fatnaður og þjónustuliðir. Á móti vegur mikil lækkun á eldsneytisverði frá seinustu mælingu, að því er segir í Vegvísi Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK