Róbert Wessman maður ársins hjá Frjálsri verslun

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. mbl.is/Golli

Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar.

Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstakan árangur við að stækka fyrirtækið, athafnasemi, framsýni, djarflega framgöngu við yfirtökur á erlendum fyrirtækjum og framúrskarandi ávöxtun til hluthafa á undanförnum árum, að því er segir í fréttatilkynningu.

Þegar Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta í Hafnarfirði árið 1999, þá þrítugur að aldri, störfuðu 100 manns hjá fyrirtækinu.

Núna eru ellefu þúsund starfsmenn Actavis að störfum í 32 löndum. Arðsemi Actavis hefur verið 59% á ári að jafnaði frá árinu 1999 sem auðvitað er einstök ávöxtun. Yfirtökurnar eru orðnar 25 talsins í tíð Róberts, þar af þrjár á síðustu fjörutíu dögum.

Actavis Group er núna fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi og stefnir að því að verða það þriðja stærsta.

Actavis er það samheitalyfjafyrirtæki, sem hefur vaxið hvað hraðast í heiminum hin síðari ári, og greiningardeildir erlendra banka hafa sent frá sér yfirlýsingar um að Actavis sé eitt allra áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja.

Eiginkona Róberts er Sigríður Ýr Jensdóttir heimilislæknir og eiga þau tvö börn.

Viðurkenningin verður afhent formlega í veislu sem Frjáls verslun heldur Róberti til heiðurs hinn 29. desember nk. á Hótel Sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK