Methagnaður hjá Microsoft

Mynd af skjáborði Windows Vista stýrikerfisins.
Mynd af skjáborði Windows Vista stýrikerfisins. AP

Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft Corp. birti árshlutauppgjör fyrir annan fjórðung rekstarárs félagsins. Þar kom fram, að methagnaður var í fjórðungnum þrátt fyrir að frestun á útgáfu nýs tölvustýrikerfis hafi valdið því að sölutekjur voru undir áætlun.

Tekjur á fjórðungnum námu 12,54 milljörðum dala og hagnaður am 2,63 milljörðum dala eða 26 sentum á hlut. Var það þremur sentum meira, en sérfræðingar höfðu spáð.

Fyrirtækið segir, að bæði tekjur og hagnaður hefðu verið meiri ef ekki hefðu orðið tafir á útgáfu Windows Vista stýrikerfisins. Fyrirtæki gátu keypt stýrikerfið í lok síðasta árs og byrjað verður að selja almenningi það 30. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK