Ekki við viðskiptabanka að sakast

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Þorkell

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag, að hann skildi fullkomlega og deili áhyggjum fólks af háum vöxtum. Ekki sé hins vegar við viðskiptabanka að sakast og þar ættu bankarnir og viðskiptavinir þeirra sameiginlegan óvin. óstöðugleiki og verðbólga væru mein sem allir þyrftu að sameinast um að fjarlægja.

„Annar bankastjóri Landsbankans sagði á kynningarfundi í London nýverið að það væri þess virði að fórna milljarða hagnaði bankans í eitt ár ef það losaði okkur við verðbólguna. Það lýsir vel hug okkar og vilja til að takast á við yfirstandandi vanda," sagði Björgólfur.

Hann sagði, þegar íslensku bankarnir voru seldir á sínum tíma hefðu engir erlendir bankar sýnt þeim áhuga. „Ímyndum okkur að t.d. danskur banki hefði keypt Landsbankann. Hvað hefði það þýtt? Hefðu á Íslandi ekki bara verið starfrækt fáein útibú? Hefðu hálaunastörfin orðið til á Íslandi? Hefði sá danski stutt íslensk fyrirtæki í útrásinni, - t.d. í Danmörku? Hefði hagnaðurinn skilað sér í íslenskt hagkerfi? Hefðu arðgreiðslur skilað sér til íslenskra hluthafa? Og hefðu tugmilljarða skatttekjur af bönkunum og af sérfræðistörfunum skilað sér í til uppbyggingar í íslensku samfélagi? Ég bara spyr? Ég spyr þá sem hæst hafa og gagnrýna mest velgengni íslensku bankanna?" sagði Björgólfur.

Hann sagði að sitt svar væri skýrt, að það hafi verið mikið heillaspor fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið allt, að losa um tök stjórnmálamanna á fjármálafyrirtækjum landsins og fela þau í hendur einstaklingum.

Þá sagði Björgólfur, að Landsbankinn hefðisýnt það í verki að honum sé annt um það samfélag sem hann lifir í og leggði metnað sinn í að starfa í anda víðtekinna viðhorfa um góða stjórnarhætti. Þá væri bankinn í forystu fyrirtækja um að sýna í verki samfélagslega ábyrgð.

„Bankinn lýtur svo á að samfélagsleg ábyrgð sé sjálfsábyrgð. Í litlu landi geta stór fyrirtæki eins og Landsbankinn lagt mikið af mörkum til að gera samfélagið frjótt, auðgandi og skemmtilegt, - stuðlað að því að til verði samfélag sem hvetur fólk til góðra verka og getur af sér mannauð sem byggt er á til frambúðar.

Ég sé fyrir mér samfélag þar sem allir ná að þroska sína hæfileika og fái tækifæri til að nýta þá. Aðstaðan til þess á ekki teljast til forréttinda. Í okkar samfélagi eiga allir að vera við sama rásmark í upphafi hlaups. En eins og við vitum þá hlaupum við mishratt, höldum oft í sitthvora áttina og rötum misjafnar leiðir, - mestu skiptir þó að við komust ósködduð að því marki sem hvert okkar setur sér. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum aldrei verið eins nálægt því og nú að skapa slíkar aðstæður í okkar samfélagi," sagði Björgólfur Guðmundsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK