Segir íslensku krónuna munu hverfa með tímanum

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði á málþingi í Kaupmannahöfn í morgun, að íslenska krónan væri of lítill og óstöðugur gjaldmiðill og muni hverfa með tímanum. Eðlilegast væri, að Íslendingar tækju þátt í myntsamstarfi Evrópu og tækju upp evru.

„Ísland er lítið og opið hagkerfi og við getum ekki búið við það til lengdar, að gjaldmiðillinn sveiflist eins mikið og raunin er. Því tel ég að gjaldmiðillinn okkar muni á endaum hverfa," hefur Ritzaufréttastofan eftir Sigurði.

Sigurður flutti erindi á málþingi sem skipulagt var af Dansk Industri og Dansk-íslenska verslunarráðinu í Kaupmannahöfn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Hannes Smárason forstjóri FL-Group og Hörður Arnarson forstjóri Marels, fluttu einnig erindi en Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, var fundarstjóri.

Ólafur Ragnar sagði m.a. í sínu erindi, að allar líkur væru á því að útrás íslenskra fyrirtækja mundi á komandi árum halda áfram af fullum krafti og þau góðu tengsl, sem Íslendingar hefðu náð við Indland og Kína sköpuðu íslensku viðskiptalífi fjölmörg ný tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK