Kýpur sækir um aðild að evrusvæði

Kýpur vill taka upp evru.
Kýpur vill taka upp evru. Reuters

Kýpur sótti í dag formlega um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, með það fyrir augum að taka upp evru um næstu áramót. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Seðlabanki Evrópu fjalla á næstunni um hvort Kýpur uppfylli skilyrði, sem sett eru fyrir aðildinni.

Endanleg ákvörðun um aðild Kýpur að EMU kann að verða tekin í júní, að sögn talsmanns ESB.

Stjórnvöld á Kýpur segja, að landið uppfylli nú öll skilyrði fyrir EMU-aðild þar sem verðbólga þar, sem nú er 2,2%, sé nálægt meðaltali á evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK