Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik

mbl.is

„Félagsmálaráðherra lék mikinn afleik með því að hækka á ný lánshlutfall og fjárhæðamörk hjá Íbúðalánasjóði. Við gerð kjarasamninga þann 22. júní sl. lögðu Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á lækkun lánshlutfallsins til þess að stemma stigu við síhækkandi íbúðaverði og tryggja lækkun verðbólgunnar," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hækkun lánshlutfalls í 90% og hámarksláns í 18 milljónir gengur þvert á ákvörðun ríkisstjórnarinnar í kjölfar kjarasamninganna og á eftir virka sem verðbólgufóður engum til gagns, að því er segir í leiðara Fréttabréfs SA.

„Þessi ráðstöfun er þeim mun bagalegri þar sem nú í dag hinn 1. mars tekur gildi lækkun virðisaukaskatts á matvæli og fleiri vörur auk tollalækkana á búvörum og niðurfellingar ýmissa vörugjalda á matvæli. Verð á matvælum, veitingaþjónustu og nokkrum öðrum vörum lækkar af þeim sökum. Þessar aðgerðir eru að lang mestu leyti skref í rétta átt til þess að bæta skattkerfið og lækka þar að auki útgjöld heimilanna. Þær koma fram í lægri verðbólgumælingu nú en hafa þó ekki áhrif á verðbólguna til lengdar þótt aukin eftirspurn geti falið í sér ákveðna verðbólguhættu en það sama má reyndar segja um allar skattalækkanir," samkvæmt leiðaranum.

Fréttabréf Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK