Heldur dregur úr hagnaði hjá Atorku

Hagnaður móðurfélags Atorku Group nam rúmum 3 milljörðum króna eftir skatt á fyrsta fjórðungi ársins en var rúmir 4 milljarðar á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður af rekstri samstæðu fyrirtækisins nam 459 milljónum króna samanborið við 766 milljónir á fyrsta ársfjórðungi á síðasta ári.

Heildareignir móðurfélagsins voru 51,1 milljarður króna í lok mars. Eigið fé í lok tímabilsins var 18,5 milljarðar króna, arðsemi eigin fjár nam 70% á ársgrundvelli, eiginfjárhlutfall er 36% og hagnaður á hlut á tímabilinu nam 0,96 krónum.

Tekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi voru 20,1 milljarðar króna. Heildareignir samstæðunnar í lok ársfjórðungsins voru 100,5 milljarðar og eigið fé var 10,3 milljarðar.

Í tilkynningu segir Magnús Jónsson forstjóri Atorku, að árið byrji mjög vel og Atorka sé að þróast í þá átt sem lögð hafi verið áherslu á undanfarin misseri. Breytt áhersla í fjárfestingum sé farin að sýna árangur og fjárfestingarverkefni hafi félagsins gengið vel. Þá sé mikill vöxtur sé fyrirséður hjá Jarðborunum, dótturfélags Atorku, og í júní komi nýr bor til landsins sem komi inn í rekstur félagsins á seinni hluta ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK