Fyrsta flug Norðanflugs farið um helgina

Fyrsta flugvélin á vegum Norðanflugs kom til Akureyrar í gærmorgun …
Fyrsta flugvélin á vegum Norðanflugs kom til Akureyrar í gærmorgun og hélt aftur af stað upp úr hádeginu með fyrsta farminn til Oostende í Belgíu. mbl.is/Skapti

Fyrsta fraktflug Norðanflugs frá Akureyri til meginlands Evrópu var farið í gær en þá var flogið með 11 tonn af ferskum fiskflökum frá Samherja frá Akureyri til Oostende í Belgíu. Flugvélin, sem notuð var, er af gerðinni AN-12.

Norðanflug ætlar að sjá um reglulega flugflutninga milli Norðurlands og meginlands Evrópu. Flogið verður þrisvar í viku til að byrja með, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu.

Eimskip og Norðanflug eru í nánu samstarfi og mun Eimskip á Akureyri sjá um flutning innanlands, til og frá Akureyrarflugvelli. Norðanflug er með aðsetur í Oddeyrarskála á Akureyri. Nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins er Unndór Jónsson en hann starfaði áður á flugrekstrarsviði flugfélagsins Atlanta. Stofnendur Norðanflugs, Samherji, Eimskip og Saga Capital Fjárfestingarbanki, eru máttarstólpar í atvinnulífi Norðurlands og sjá mikil tækifæri í fraktflugrekstri um Akureyrarflugvöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK