Hækkun húsnæðisverðs knýr verðbólguna áfram

mbl.is

Hækkun húsnæðisverðs hefur öðru fremur knúið verðbólguna áfram undanfarin ár. Þetta kemur fram í leiðara Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, fréttabréfsins Af vettvangi.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 21% frá janúar 2003 til júní 2007 en um einungis 11% þegar hækkun húsnæðisverðs er undanskilin. Á þessum fjórum og hálfa ári hefur verðbólgan verið 4,4% á ári að jafnaði en 2,4% ef hækkun húsnæðisverðs er undanskilin. Hækkun húsnæðisverðs var 84% á tímabilinu en það nemur 15% á ári að jafnaði.

Hannes G. segir afar brýnt að stjórnvöld grípi til ráðstafana sem stuðlað geti að jafnvægi á fasteignamarkaði.

„Ákvörðun félagsmálaráðherra þann 3. júlí sl. um lækkun lánshlutfalls á ný í 80% er gott skref í þá átt og mun skila árangri. Þróun fasteignamarkaðarins verður þó aldrei eðlileg fyrr en umsvif Íbúðalánasjóðs verða takmörkuð verulega og starfsemi hans afmörkuð við félagslegt hlutverk, en bönkum og sparisjóðum verði látið eftir að sinna almennum íbúðalánum,” segir Hannes.

Vefur Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK