Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir

mbl.is/Ómar

Stjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, 13,3%, eða sem jafngildir 14,25% ávöxtun á ársgrundvelli, eins og almennt var búist við. Seðlabankinn hækkaði vextina síðast um 0,25% þann 21. desember síðastliðinn. Þá var um að ræða auka vaxtaákvörðunardag bankans.

Klukkan 11 í dag mun Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, kynna rökin að baki ákvörðunar bankastjórnar á fundi með fjölmiðlum. Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 6. september n.k.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK