Glitnir spáir 45% hækkun Úrvalsvísitölunnar í ár

Greining Glitnis spáir 45% hækkun á Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á árinu 2007. Á fyrsta fjórðungi hækkaði Úrvalsvísitalan um 16,8% og á öðrum fjórðungi um 10,8%.

„Við teljum að vísitalan hækki um 12% til viðbótar á árinu. Góð arðsemi, stöðugur rekstur, ytri vöxtur og væntingar þar um munu að okkar mati stuðla að hækkun á verði hlutabréfa á árinu. Greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. Á móti kemur að háir innlendir skammtímavextir auk hækkandi vaxta erlendis munu draga úr áhuga fjárfesta á hlutabréfum. Kann því hluti fjárfesta að gera sér ávöxtun öruggari fjárfestingakosta að góðu," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

Greining Glitnis gerir ráð fyrir góðri afkomu hjá fjármála- og fjárfestingarfyrirtækjum og að þau styðji að stærstum hluta við hækkun hlutabréfaverðs til ársloka. „Við gerum ráð fyrir að mörg rekstrarfélaganna skili lakari ávöxtun en fyrrnefnd félög. Undantekningin er Icelandair en við búumst við góðri afkomu þess félags á öðrum og þriðja fjórðungi," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK