Boeing frumsýnir 787 Dreamliner á morgun

Boeing 787 Dreamliner
Boeing 787 Dreamliner Boeing

Á morgun verður nýjasta afurð bandaríska flugvélaframleiðandans, Boeing, til sýnis í Seattle. Um er að ræða 787 Dreamliner þotuna en alls hafa 42 flugfélög pantað samanlagt 642 slíkar þotur hjá Boeing verksmiðjunum. Fyrsta flugið er hins vegar áætlað í ágúst eða september. Vélin mun koma á markað á næsta ári.

Það er engin tilviljun að morgundagurinn varð fyrir valinu hjá Boeing verksmiðjunum því í Bandaríkjunum er 8. júlí 2007 skammstafaður 7/8/07 og því upplagt að kynna 787 vél á þeim degi.

Fyrsti viðskiptavinurinn sem fær þotuna afgreidda er japanska flugfélagið All Nippon Airways en félagið hefur lagt inn pöntun á 50 787 Dreamliner þotum, samkvæmt frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK