Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,44%

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,44% í töluverðum viðskiptum á millibankamarkaði í dag. Gengisvísitala krónunnar var 111,35 stig er markaðurinn opnaði í morgun en er nú 112,90 stig. Velta dagsins nam 25,8 milljörðum króna og er skjálfti á mörkuðum erlendis talinn hafa haft áhrif á viðskiptin. Gengi Bandaríkjadollars er nú 60,78 krónur, gengi evrunnar er 83,44 krónur og gengi breska pundsins er 124,56 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK