Kaupþing hækkar vexti á nýjum Íbúðalánum

Kaupþing banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að forsvarsmenn bankans hafi ákveðið að hækka vexti á nýjum Íbúðalánum um 0,75 prósentustig frá og með 30. júlí 2007 og að vextir á nýjum íbúðalánum verði því 5,95%.

Fram kemur í yfirlýsingunni að vaxtabreytingin sé tilkomin vegna þess mikla munar sem myndast hafi á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum í kjölfar lækkandi verðbólgu og áframhaldandi hárra óverðtryggðra vaxta.

Breytingin tekur aðeins til nýrra lánveitinga og gildir ekki fyrir lán sem þegar hafa verið veitt þar sem þau eru með fasta vexti út allan lánstímann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK