Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum

Samningurinn handsalaður.
Samningurinn handsalaður.

Í dag voru staðfestir samningar um kostun Sýnar 2 til næstu þriggja ára. Kostunaraðilar eru Vodafone, 10-11, Iceland Express og vátryggingafélagið Vörður. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við þetta tækifæri að kostendur tryggðu að Enski boltinn bærist um land allt á hagstæðum kjörum, að því er segir í tilkynningu.

Fulltrúar kostenda voru Guðmundur Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Varðar, Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, Ómar Svavarsson, framkvæmdastjóri hjá Vodafone, og Guðjón Reynisson, framkvæmdastjóri 10-11.

Í máli Ara kom einnig fram að kostunin sem staðfest var með undirritun í dag væri sú stærsta í sögu íslensks sjónvarps.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK