Seðlabanki Evrópu setur 269 milljarða evra inn á lánamarkað

Seðlabanki Evrópu setti 269 milljarða evra inn á fjármálamarkaði í dag í þeirri viðleitni bankans að hjálpa bönkum við endurfjármögnun lána á næstu vikum. Seðlabankinn hefur þegar sett 60 milljarða evra inn á lánamarkaði í Evrópu á undanförnum vikum.

Jafnframt verða vextir til lánastofnana á 269 milljörðunum 4,17% að meðaltali en þeir voru 4,19% í síðustu viku á því fé sem lánastofnanir hafa fengið að láni hjá seðlabankanum.

Seðlabankar hafa verið iðnir við að dæla fé inn á lánamarkaði allt frá því að í erfiðleikar komu í ljós á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum þann 9. ágúst sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK