Vandræði Northern Rock

Viðskiptavinir hafa staðið í biðröðum til að taka sparifé sitt …
Viðskiptavinir hafa staðið í biðröðum til að taka sparifé sitt út af reikningum sínum. Reuters

Felmtri slegnir viðskiptavinir Northern Bank á Bretlandseyjum hafa tekið út nærri 260 milljarða íslenskra króna út af reikningum sínum eftir að fréttir af neyðarláni sem bankinn tók hjá breska seðlabankanum.

Fréttavefur BBC sagði að bankinn sérhæfir sig í húsnæðislánum hafi skömmu fyrir neyðarlánið verið nærri því að ganga frá sölu á bankanum en erfiðleikar á lánamarkaði hafi gert það að verkum að salan hafi ekki gengið eftir.

260 milljarðar munu vera um 8% af því reiðufé sem bankinn hefur aðgang að.

Framkvæmdastjóri bankans, Adam Applegarth neitaði að staðfesta upphæðina sem BBC hefur sagt að viðskiptavinirnir hafi tekið út undanfarna daga, einnig neitaði hann að ræða það hvort yfirtökuboð hafi verið til umræðu áður en bankinn fékk neyðarlánið.

Applegarth sagði í viðtali við BBC að Northern Rock ætti einungis við tímabundið greiðslugetuvandamál að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK