Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári

Slóvenska evran
Slóvenska evran Reuters
Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra telur beinan ávinning af upptöku evru fyrir þjóðarbúið geta orðið allt að 70 milljörðum króna á ári.

„Það yrði vegna þess að vaxtastigið á lánum okkar myndi lækka.Slíkt myndi hafa verulega jákvæð áhrif bæði á almenning og fyrirtæki, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta ekki flúið í skjól stærri gjaldmiðla líkt og stórfyrirtækin geta gert. Þetta myndi til dæmis hafa mikil áhrif á íbúðalán. Það hefur verið reiknað út að ef tekið er tíu milljóna króna íbúðarlán í evruumhverfinu myndi þurfa að borga um sextán milljónir króna á tilteknum árafjölda. Eins og staðan er á Íslandi í dag er sú heildarupphæð 40 milljónir króna. Ávinningurinn er því mikill."

Umræðan um að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi er komin kirfilega á dagskrá í íslensku þjóðlífi. Það líður vart sú vika sem að stjórnmálamenn, forsvarsmenn fjármálafyrirtækja eða aðrir hagsmunaðilar tjái sig ekki um kosti eða galla þess að taka upp evru. En mörgum spurningum er ósvarað í sambandi við þetta mál og umræðan virðist fyrst og síðast hafa verið bundin við fagstéttir og ráðamenn án aðkomu almennings. Blaðið velti því fyrir sér hver yrðu áhrif upptöku evru.

Fréttaskýring í Blaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK